Togskipið Smáey var dregið til heimahafnar af systurskipi sínu Bergey en skipin komu til Eyja í hádeginu í dag. Smáey hafði fengið veiðafærin í skrúfuna en í næsta nágrenni var Bergey sem dró Smáey til hafnar. Útgerðarfyrirtækið Bergur/Huginn gerir út bæði skipin en vel gekk að losa skrúfuna og hélt Smáey til veiða að nýju klukkan eitt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst