Landsliðsmiðherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði tvö mörk fyrir Vålerenga sem bar 4-1 sigurorð af Raufoss í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í dag. Gunnar Heiðar skoraði mörkin í upphafi og undir lok leiksins, það fyrra strax á 2. mínútu og það síðara þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í síðari hálfleik. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins og er allur að koma til eftir fremur rysjóttan tíma hjá félaginu til þessa.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst