Lögreglan á Selfossi lagði í gærkvöld hald á 300 lítra af gambra og um 70 lítra af fullunnum landa í hesthúsi í Árborg. Einn karlmaður handtekinn en lögregla telur að efnið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar.
Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu en lögregla lagði hald á efnið, bruggtækin og önnur efni til brugggerðar. Þá var ungur og ölvaður maður handtekinn eftir að hann braut tvær rúður í leikskóla. Hann fékk að sofa úr sér í fangaklefa.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst