Í kvöld sækir topplið ÍBV í 1. deild KA heim til Akureyrar en leikur liðanna hefst klukkan 18.30 á Akureyrarvelli. Fyrri leik liðanna lauk með 1:0 sigri ÍBV á Hásteinsvellinum en Atli Heimisson skoraði sigurmarkið. Atli kemur einmitt aftur inn í leikmannahóp ÍBV eftir leikbann í síðasta leik. Með sigri færist ÍBV enn nær sæti í úrvalsdeild enda munar níu stigum á ÍBV og Stjörnunni, sem er í þriðja sæti en fimm umferðir eru eftir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst