Framkvæmdir við byggingu nýs Tónlistarskóla á Hvolsvelli ganga vel og gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun í haust. Í Dagskránni – Fréttablaði Suðurlands kemur fram að í nýja húsinu verði öll starfsemi Tónlistarskóla Rangæinga í Rangárþingi eystra, aðstaða fyrir fjarkennslu og fjarnám ásamt alrými þar sem saman kemur öll starfsemi skólans í heild, skólinn, tónlistarskólinn og héraðsbókasafn Rangæinga. Það er Smíðandi á Selfossi, sem byggir húsið. Suðurlandið.is býður nú upp á PDF útgáfu Dagskrárinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst