Fjölskylduhátíð ungra sjálfstæðismanna verður haldin í Reykjanesbæ í dag klukkan 12. Hátíðin fer fram í risa hátíðartjaldi á túninu við hliðina á Valgeirsbakaríi, við Hólagötu í Njarðvík. Frambjóðendur munu grilla pylsur, nemendur úr Heiðarskóla sýna atriði úr söngleiknum Frelsi og færeyski söngvarinn Jogvan flytur nokkur lög. Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir börnin og hoppukastali verður á svæðinu. Kaffi og meðlæti verður í kosningamiðstöð flokksins að Hólagötu 15.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst