Ég er að lesa Árbók Ferðafélags Íslands 2009 sem er um Vestmannaeyjar. Höfundur er Guðjón Ármann Eyjólfsson en Ingvar A. Sigurðsson og Sveinn P. Jakobsson skrifa um jarðfræði Eyjanna og Jóhann Óli Hilmarsson um fugla í Vestmannaeyjum. Í jarðfræðikaflanum kemur fram að eftir nýjustu rannsóknum séu norðurklettarnir 40 þúsund ára gamlir eða töluvert eldri en hingað til hefur verið talið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst