Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að Eyjamenn séu að leggja meira til ríkisins í formi skatttekna, en á meðan dregur ríkið saman framlög til reksturs í Vestmannaeyjum. Hann segir jafnframt að rekstur bæjarfélagsins gangi vel enda hafi verið ráðist í endurskipulagningu fyrir nokkru í rekstri Vestmannaeyjabæjar. Hins vegar séu blikur á lofti, t.d. fer hlutur Vestmannaeyjabæjar úr Jöfnunarsjóði minnkandi með hverju árinu. Grein Elliða má lesa hér að neðan.