Um helgina fer fram Suðurlandsmótið í skák að Laugarvatni, það er nú haldið í annað sinn eftir rúmlega 20 ára hlé. Núverandi Suðurlandsmeistari er Magnús Gunnarsson SSON. Tefldar verða 7 umferðir, 4 atskákir og 3 kappskákir. Teflt verður í Gamla Pósthúsinu sem er kunnur samkomustaður skákmanna á Suðurlandi. Mótið er öllum opið en eingöngu þeir sem eiga lögheimili í Suðurkjördæmi geta orðið Suðurlandsmeistarar.