Hermann er einn besti atvinnumaðurinn sem ég hef séð
3. febrúar, 2010
Avram Grant knattspyrnustjóri Portsmouth segir mjög slæmt fyrir liðið að vera án Hermanns Hreiðarssonar en landsliðsfyrirliðinn er meiddur í hásin og verður ekki með Portsmouth í kvöld þegar það mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Grant vonast til að Hermann snúi fljótt til baka.