Kiwanismenn fögnuðu sigri í snókermóti klúbbanna þriggja hér í Eyjum í síðustu viku. Sex bestu snókerspilarar Kiwanis, Akóges og Oddfellow mætast þá í Olísmótinu svokallaða, spila sín á milli og safna stigum. Sú sveit sem er stigahæst eftir að viðureignunum er lokið stendur svo uppi sem sigurvegari. Að loknu mótinu mætast svo þeir þrír einstaklingar úr klúbbunum þremur sem stóðu sig best í mótinu í einstaklingskeppni. Þar hafði Sigurjón Birgisson betur í úrslitaleik gegn Magnúsi Benónýssyni.