Framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir bréf frá Samkeppniseftirliti, dagsett 3. febrúar 2010, vegna endurbyggingar upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar. Þegar Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs var spurður út í málið sagði hann Samtök iðnaðarins og Málm, samtök fyrirtæja í málm og skipaiðnaði hafa lagt inn kæru vegna meintrar samkeppnisröskunar til Samkeppniseftirlitsins í nóvember.