Keppnin Ungfrú Suðurland verður haldin á Hótel Selfossi þann 26. mars nk. og af 11 stúlkum sem taka þátt í keppninni eru sex frá Vestmannaeyjum. Frá Eyjum eru það þær Thelma Sigurðardóttir, Tinna Ósk Þórsdóttir, Birgitta Ósk Valdimarsdóttir, Sara Dögg Guðjónsdóttir, Kristjana Rún Gunnarsdóttir og Svava Kristín Grétarsdóttir. Auk þess tekur Hlíf Hauksdóttir þátt í keppninni en hún á ættir að rekja til Eyja og spilar m.a. með knattspyrnuliði ÍBV.