Í vefriti Financial Times gerir blaðamaðurinn Sophy Roberts grein fyrir Íslandsferð sinni. Hún kom hingað að vetrarlagi, sá norðurljósin og Búrfellsvirkjun. Stór hluti greinarinnar fjallar hins vegar um heimsókn hennar til Vestmannaeyja þar sem bæjarstjórinn sveiflaði sér jakkafataklæddur í spröngunni.