Allt stefnir í að a.m.k. þrír listar bjóði fram í bæjarstjórnarkosningunum sem fram fara 29. maí í vor. Þeir eru Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vestmannaeyjalistinn en að honum standa Samfylking, Vinstri grænir og óháðir. Stillt verður upp á lista í öllum tilfellum. Líklegt er að bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna gefi áfram kost á sér. Ekki er vitað hver fer fyrir Framsóknarmönnum en samkvæmt heimildum Frétta hefur Páll Scheving verið beðinn um að halda áfram sem oddviti V-listans.