Rykgrímum dreift í dag í húsnæði Björgunarfélagsins
16. apríl, 2010
Þar sem spáð er norðlægum áttum í kvöld og um helgina eru líkur á öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli næstu daga. Af þessu tilefni ákvað Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja á fundi sínum eftir hádegið í dag að hefja dreifingu á rykgrímum til íbúa í bænum. Grímunum er dreift í dag kl. 17-19 í húsnæði Björgunarfélagsins og einnig á morgun og sunnudag kl. 13-15. Þá er unnt að nálgast grímur á Heilsugæslunni og á lögreglustöð á opnunartíma þessara stofnanna.