Fyrsti sigur ÍBV kom á heimavelli Íslandsmeistaranna
20. maí, 2010
Það voru ekki margir sem áttu von á að ÍBV myndi ná að stríða Íslandsmeisturum FH í kvöld en liðin áttust við á heimavelli Íslandsmeistaranna í Kaplakrika. Leikmenn ÍBV voru hins vegar á öðru máli og þegar aðeins 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 0:2 ÍBV í vil. FH-ingar náðu að minnka muninn en Tryggvi Guðmundsson jók muninn aftur í tvö mörk þegar hann skoraður úr vítaspyrnu. FH-ingar minnkuðu aftur muninn og staðan í hálfleik var 2:3 ÍBV í vil.