Börn í Eyjum ganga nú á milli fyrirtækja og syngja fyrir viðstadda eins og venjan er á Öskudeginum. Í morgun var heljar mikið fjör í skólanum en þá tóku krakkarnir þátt í ýmiskonar stöðvavinnu áður en kötturinn var sleginn úr tunnunni. Eftir hádegi fara krakkarnir svo niður í bæ, syngja og fá smá glaðning fyrir. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Öskudeginum í Eyjum.