Besti körfuboltamaður Vestmannaeyja, Friðrik Stefánsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Friðrik hefur lengst af leikið með Njarðvík en hann fór upp í gegnum yngri flokkana hjá körfuknattleiksdeild Týs. Hann náði því aldrei að spila með meistaraflokki ÍBV en auk þess að spila með Njarðvík kom hann við hjá KR, KFÍ og Þór Akureyri auk þess að reyna fyrir sér um stund sem atvinnumaður í Finnlandi.