�?órarinn Ingi og Eiður Aron í 40 manna hópi U21-árs liðsins
13. maí, 2011
Eyjapeyjarnir Þórarinn Ingi Valdimarsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru báðir í leikmannahópi íslenska U-21 árs landsliðsins. Alls voru 40 leikmenn valdir í hópinn sem tilkynntur hefur verið til UEFA fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku í sumar. Úr þessum hópi verða svo 23 leikmenn valdir til að fara fyrir Íslands hönd í keppnina.