ÍBV leikur á morgun gegn Fylki í Pepsídeild karla en leikurinn fer fram í Árbænum. Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 18:00 en hann hefur nú verið færður til 19:15 þar sem hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV fylgdist vel með sínum leikmönnum um helgina og voru þeir m.a. látnir blása í áfengismæli á laugardaginn.