Eyjapæjan Kristín Erna Sigurlásdóttir er besti leikmaður 14. umferðar á Fótbolta.net en hún átti frábæran leik og skoraði mark þegar ÍBV sigraði KR 4-0. „Ég var nokkuð sátt með mína frammistöðu í leiknum. Leikmenn í kringum mig voru líka að spila vel og það hjálpar auðvitað”, sagði Kristín Erna aðspurð um eigin frammistöðu í leiknum.