Kvennalið ÍBV tekur á móti Stjörnunni í kvöld klukkan 18:00 á Hásteinsvellinum. Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar, með fjögurra stiga forskot á Val þegar fjórar umferðir eru eftir en Valur hefur leikið leik meira. ÍBV er svo í þriðja sæti, tólf stigum á eftir Stjörnunni og á aðeins tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Baráttan um þriðja sætið er hins vegar hörð því Þór/KA er aðeins fjórum stigum á eftir ÍBV.