Handboltamarkvörðurinn sterki Florentina Stanciu er búin að skrifa undir eins árs samning hjá ÍBV og spilar með kvennaliði félagsins næsta vetur. Florentina er öllum hnútum kunnug hjá ÍBV enda lék hún um tveggja ára skeið með félaginu og þótti standa sig mjög vel. Florentina tók sér frí frá handboltaiðkun síðasta vetur vegna barneigna en snýr nú aftur í markið hjá ÍBV