Umræða um fiskveiðistjórnun í stað glasastorms í stjórnarráðinu
13. desember, 2011
Nærri þrjár vikur eru nú liðnar síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti birti á vefsíðu sinni tillögur starfshóps að breytingum á lögum um fiskveiðistjórnun. Líklega hefur engin birting á vef Stjórnarráðsins fengið viðlíka auglýsingu eins og hér varð þegar hæstvirtur forsætisráðherra kynnti málið fyrir alþjóð í sunnudagshádeginu 27. nóvember.