Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir ætlar að taka sér frí frá fótbolta næstu mánuði til að jafna sig af meiðslum í lærum sem hafa lengi hrjáð hana. Næstu landsleikir, sem skera úr um hvort Ísland kemst á EM, eru um miðjan september og því óvissa um þátttöku Margrétar Láru í þeim.