Ferð Eyjakonunnar Sarah Hamilton gengur vel en hún hjólar þessa dagana frá syðsta odda Bretlandseyja, til þess nyrsta. Ferðin gengur mjög vel en í gærkvöldi kom hópurinn til bæjarins Peebles við landamæri Skotlands, rétt um 35 km. sunnan við Edinborg. Að baki eru 125 km þennan daginn en Sarah sagði að þurrt hefði verið að mestu í gær.