Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV sem nú er í láni hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sarpsborg 08, lék allan tímann þegar liðið sótti Lilleström heim um helgina. Leikurinn var í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar en Sarpsborg 08 lék í næst efstu deild á síðasta ári. Leiknum lyktaði með jafntefli 2:2 og Þórarinn lék allan tímann.