Kvennaliði ÍBV hefur borist liðsauki fyrir átökin í vetur. Þetta eru þær Vera Lopes og Telma Mado en báðar eru þær portúgalskir landsliðsmenn. Þetta kemur fram á vefnum Fimmeinn.is. Lopes lék á síðustu leiktíð með spænska liðin Itxako og skoraði m.a. 32 mörk eftir því sem fram kemur á síðunni. Amado kemur hins vegar frá portúgalska liðinu Juve Lis og var í lykilhlutverki þar, bæði í vörn og sókn.