Í vetur hefur staðið yfir vísinda – myndbandakeppni í barna- og unglingaþættinum �?var vísindamaður hjá Ríkissjónvarpinu. Keppt var í einstaklingskeppni og bekkjakeppni. Í reglum um keppnina segir að aldurinn megi vera frá 9 mánaða til 16 ára Gera átti vísindatilraun sem viðkomandi réði alveg hver væri og útskýra þurfti tilraunina. Í kvöld var til tilkynnt um sigurvegara í einstaklingskeppninni. Sigurvegari var Andri Júlíusson, 7 ára Vestmannaeyingur og �??vísindamaður�?? en stóri bróðir hans, Arnar tók upp og klippti myndbandið. Um eitt hundrað vísinda-myndbönd voru send í keppnina.
Í dómnefndinni voru, �?var �?ór Benediktsson, leikari og rithöfundur; Eggert Gunnarsson, leikstjóri og framleiðandi; Katrín Lilja Sigurðardóttir (Sprengju-Kata), efnafræðingur; Kristín Anna �?órarinsdóttir, doktor í matvælafræði og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Í verðlaun fékk Andri: Uppblásið sólkerfi, stafræna smásjá, slímkennslusett, sérmerktan vísindaslopp og langfyrsta eintak í heiminum af nýrri bók eftir �?var vísindamann; Umhverfis Ísland í 30 tilraunum. Andri þarf svo að mæta í þátt �?vars og segja frá sér og sínum.
Myndbandið sem Andri sendi í keppnina fylgir hér.