Til stendur að íslenska landsliðið í handknattleik leiki vináttulandsleik við Portúgal í Vestmannaeyjum á sjómannadag, 1. júní. �?etta kemur fram á mbl.is en þar kemur einnig fram að ekki sé búið að staðfesta að leikurinn fari fram hér. Leikurinn gegn Portúgal er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir leiki gegn Bosníu í undankeppni HM en aðstoðarlandsliðsþjálfari er Gunnar Magnússon, annar tveggja þjálfara Íslandsmeistara ÍBV.