Jórunn Einarsdóttir, oddviti Eyjalistans gat ekki leynt vonbrigðum sínum þegar Eyjafréttir heyrðu í henni í dag. Hún segist ekki vita hvað olli því að Eyjalistinn hafi ekki fengið meiri hljómgrunn meðal kjósenda í Vestmannaeyjum. �??Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá veit ég það ekki. Mér fannst við vera með málefnalega kosningabaráttu. Við fórum snemma af stað og kynntum okkar hugmyndir. En það er nokkuð ljóst að Vestmannaeyingar eru ánægðir með óbreytt ástand og að okkar hugmyndir féllu ekki í góðan jarðveg. Við fórum af stað til þess að ná meirihluta en eftir fyrstu skoðanakönnun gerðum við okkur grein fyrir því að það var á brattan að sækja. En okkur fannst við mögulega vera með þrjá bæjarfulltrúa og hefðum orðið ánægð ef það hefði gengið eftir.�??
Hefði kosningabarátta Eyjalistans að vera beittari gegn Sjálfstæðisflokki?
�??Nei alls ekki. �?g hef sagt það áður að ég sakna þess ekki neitt að standa í slíkri orrahríð. Kosningabaráttan var málefnaleg og það var það sem við lögðum upp með.�??
Hvað tekur við núna?
�??Við eigum eftir að hittast og fara yfir hvaða áhrif þessi niðurstaða hefur t.d. á nefndarsetu minnihlutans. �?ví er hins vegar ekki að neita að ég er mjög hugsi yfir þeirri stöðu sem komin er upp í bæjarstjórn Vestmannaeyja, hvernig valdajafnvægið er orðið. En ég vil auðvitað þakka því fólki sem vann með okkur og kaus okkur kærlega fyrir stuðninginn.�??