Í dag, 23. janúar, eru 42 ár liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Jörðin rifnaði upp austast á Heimaey milli eitt og tvo eftir miðnætti. �?etta var jafnframt fyrsta eldgos í byggð á Íslandi en eins og flestir þekkja, tóku við mestu íbúaflutningar í sögu landsins þegar langflestir íbúar voru fluttir frá Heimaey, annað hvort með bátum eða með flugi. Formlega lauk gosinu 3. júlí sama ár en tjónið sem varð í gosinu verður aldrei bætt að fullu.
Fjölmargar lýsingar frá gosnóttinni og í gosinu hafa verið rifjaðar upp undanfarin ár en á Heimaslóð.is er að finna úrdrátt úr bók Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, Vestmannaeyjar, byggð og eldgos en þar er að finna frásögn Kristjáns Kristóferssonar og �?óru Valdimarsdóttur á Kirkjubóli. �?óra segir svo frá: �??�?g var háttuð, en ekki sofnuð, seint um kvöldið. �?g vissi ekki hvað klukkan var. �?á verð ég allt í einu vör við ansi mikinn kipp, jarðskjálftakipp. �?g hentist fram úr rúminu og kveikti ljósið og lít á klukkuna. �?á er klukkan tíu mínútur gengin í tvö. �?að var mitt fyrsta verk að fara niður í kjallara til að vita hvort þetta sé í �??fýrnum�??, af því alltaf er maður hræddur um miðstöðina. En þegar ég ætla að opna eldhúshurðina, sem liggur að stiganum niður í kjallara, þá finn ég strax, að eitthvað er að. Hurðin er orðin skekkt í og ég má taka fast í til að geta opnað. �?á bregður mér svolítið. �?g fór samt niður stigann og sé, að allt er í lagi með miðstöðina og fer upp. En mér líkar ekki þessi titringur á ofnunum. �?að er þessi eilífi nötringur og einkennilegheit í �??fýrnum�?? og ég fer niður aftur.�??
Kristján maður hennar segist þá vakna og fara niður og athuga með miðstöðina. �??�?g heyrði nú eitthvað undarlegt hljóð sem ég kannaðist ekki við. Mér fannst hljóðið vera í ofnunum, eitthvert titringshljóð. �?g fer síðan norður í verkstæðisherbergi sem var við hliðina á miðstöðvarherberginu en heyri ekkert þar. Slekk ég síðan á �??fýrnum�?? og geng upp. �?etta heldur samt áfram og mér dettur nú í hug Katla. Geng að norðurglugganum og dreg frá honum, en þaðan er ekkert skyggni austur og norður til landsins, svo að ég fer aftur inn í kokkhúsið og dreg frá eldhúsglugganum að sunnan en þar er ekkert að sjá. �?á fer ég aftur inn í rúm. �?egar ég er rétt lagstur í rúmið heyrist mér fara þungavinnuvél eftir götunni, svo að ég fer enn fram úr til að athuga hvað sé á ferð eftir götunni. �?að skiptir ekki mörgum mínútum; sem ég stend þarna við gluggann og þar til hljóðið er orðið líkast og í þotu; svo hækkar hljóðið all verulega og þá kemur fyrsti neistinn upp. Klukkan hefur þá verið svona um hálftvö. �?g kallaði í �?óru, en fyrstu sekúndurnar var þetta ekki svo mikið að sjá og við horfðum á þetta hjónin. �?etta var svona eins og þegar búið er að kveikja á góðum bletti í sinu, og stóð yfir augnablik.�??
Síðustu áratugi hefur verið til siðs í Vestmannaeyjum að jólaljósin fá að lifa til þessa dags hjá bæjarbúum og flestir sem hafa haldið í þann góða sið, samkvæmt lauslegri athugun blaðamanns.