Í gær kom áhöfnin á Drangavík VE færandi hendi á Sæheima. Færðu þeir safninu fjölda dýra sem þeir söfnuðu í síðasta halinu. �?ar á meðal var gaddakrabbi, kolkrabbi, humar, öðuskel, hörpuskel, sundkrabbi o.fl. Dýrin voru öll mjög spræk og eru nú að kanna aðstæður í nýjum heimkynnum. �?að er frábært fyrir safnið að fá slíkar gjafir segir á
heimasíðu þeirra ekki er nóg með að nýir fiskar séu komnir heldur er kominn annar rituungi í Sæheima. Strákurinn sem kom með hann á safnið heitir Ísak og er frá Reykjavík. Hann var í Vestmannaeyjum í fyrra og fann þá einnig rituunga sem hann kom með í Sæheima. �?essi ungi fékk nafnið Dindill. Hann var frekar slappur en er búinn að fá að éta og er nú aðeins hressari.