Í gærkvöldi var dregið í 32-liða úrslitum í Coca Cola bikarkeppni karla, nánar tiltekið í hálfleik í leik Frams og Aftureldingar. ÍBV 2 dróst gegn Haukum 2 og verður leikið í Schenkerhöllinni. Leikirnir fara fram 25 eða 26 október.
ÍBV situr hjá í þessari umferð þar sem þeir eru ríkjandi bikarmeistarar.