Grand seduction
22. desember, 2015
Er kvikmynd sem ég horfði á snemma í haust. Myndin vakti athygli mína vegna þess að hún fjallar um lítið sjávarþorp í Canada, þar sem fiskimiðin eru uppurin, unga fólkið flest farið í burtu og flestir sem eftir eru frekar í eldri kantinum og þurfa að sætta við það að þurfa, um hver mánaðamót, að mæta niður á félagsmálastofnun og sækja bæturnar sínar þar.
Bæjarbúar una þessu ílla og ákveða að bregðast við, í fyrsta lagi með því að ráða til sín ungan lækni sem er eitthvað sem lengi hefur vantað í þorpið. Ýmsum brögðum er beitt til þess að fá hann til þess að setjast þarna að, en fyrir mig sjómanninn var kannski broslegast, þegar farið er með unga læknirinn út að dorga og til þess að tryggja það, að hann fái nú fisk, þá er kafari sendur með frosinn fisk til þess að krækja á krókinn hjá lækninum unga, og svolítið sérstakt að fylgjast með útskýringum heimamanna á því, hvers vegna fiskurinn er óvenju kaldur.
Hitt baráttumálið er að sannfæra olíufyrirtæki um að setja upp einhvers konar hreinsistöð í þorpinu. Fulltrúar fyrirtækisins eru ekki vissir um að það búi nógu margir í þorpinu til þess að hægt sé að reka litla verksmiðju þar og reynir því mikið á hina brögðóttu heimamenn, og ná ma. með brögðum að fá fulltrúa fyrirtækisins til þess að telja heimamenn tvisvar sinnum.
�?g hef oft fjallað um kvótakerfið á Íslandi og ég neita því ekki, að oft á meðan ég horfði á myndina, þá komu í huga mér hin ýmsu þorp á landinu okkar, sem reyndar búa ekki við dauð fiskimið, heldur mun verra ástand, vegna þess einfaldlega að allar aflaheimildir hafa verið seldar í burtu og eftir situr fólkið í þorpunum, sem unnið hefur oft á tíðum lungann úr sinni ævi hörðum höndum í fiski, hvort sem er til sjós eða lands, atvinnulaust og með eignir og skuldir þar sem eignirnar eru orðnar algjörlega verðlausar oft á tíðum og við sjáum ma. reglulega fréttir af því, þar sem heimamenn leita að sjálfsögðu allra ráða til þess að skapa sér atvinnu og tekjur og við þekkjum öll fréttirnar um álver, fiskeldi og margt mætti telja, en mér finnst einmitt það gleymast algjörlega í umræðunni um kvótann, fólkið í þorpunum, byggðirnar sem sitja að gríðarlega mikilli auðlind með fram allri strönd landsins okkar, en eiga engan rétt til þess að nýta sér hann.
�?g hef oft velt uppi ýmsum hugmyndum um það, hvernig og hvort það sé hægt að breyta þessu á einhvern hátt og án þess að skaða þá sem veðsett hafa fyrirtæki sín upp í rjáfur við að kaupa upp hina, en þegar maður horfir á stöðuna í dag og reynir að finna eitthvað, sem hægt er að tala um sem jákvætt fyrir byggðir landsins, þá er það eina sem að maður sér svona sem vott um tækifæri, það eru þessar svokölluðu strandveiðar. �?ví miður eru þær aðeins 4 mánuði á ári og því enginn möguleiki fyrir nokkurn mann að lifa á þeim á ársgrundvelli, en því verður hins vegar ekki neitað, að það lifnar verulega yfir byggðum landsins, þessa 4 mánuði sem strandveirarnar eru virkar.
En svo til gamans, smá hugmynd frá mér. Fyrir tæplega hálfum mánuði gaus upp ágætis ufsaveiði hér við Vestmannaeyjar hjá færabátum og fengu sumir fullfermi eftir daginn. �?að entist hins vegar ekki lengi, vegna þess að um leið og þetta fréttist, þá mættu hingað 2 aðkomu netabátar og hreinlega hreinsuðu upp miðin á örfáum dögum, en þetta hefur einmitt verið vandamálið hjá smábátum víða um landið. Ef þeir lenda í fiski, þá mætir eitthvert stórt veiðiskip að kvöldlagi, leggur undir sig miðin og fer ekki fyrr en það er búið að hreínsa upp allt sem er í boði. En hvernig væri, ef byggðir landsins, og þar með talið Vestmannaeyjar, fengju t.d. 3 mílna landhelgi, þar sem allar veiðar væru bannaðar, nema krókabátum og með því skilyrði að þeir yrðu að landa á fiskmarkaði í sínum heimabæ. Hverju myndi þetta skila t.d. fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Jú, bátum myndi fjölga verulega, veiðarnar væru vistvænar þannig að miðin biðu ekki tjón af. Að mínu mati hefið þetta óveruleg áhrif á fiskistofnana. Störfum myndi fjölga, möguleikar fyrir nýliðun í sjávarútveginum yrðu aftur að veruleika og öll stórútgerðin yrði alveg brjáluð.
�?g endurtek, að ég set þetta fram bara til gamans, en allir sjómenn þekkja orðið kostnað hagræðingannar. Störfum sjómanna hefur fækkað gríðarlega á síðustu árum, en þarna væri kannski tækifæri fyrir eldri sjómenn sérstaklega, en ég tók eftir því að í umræðum á Alþingi í síðustu viku, þá fór Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, mikinn í umræðunni um mikla fjölgun ungra öryrkja, sem að í mörgum tilvikum væru orðnir öryrkjar eiginlega vegna þess fyrst og fresmt, að hafa búið við atvinnuleysi árum saman, en þegar ég horfi á mín unglingsár hér í Vestmannaeyjum, þá einfaldlega fengu allir vinnu sem vildu. Vissulega var margt að því kvótakerfi sem var í gildi á mínum unglingsárum, en ég velti þessu svona upp með það í huga, hvort það sé þess virði, öll þessi hagræðing í sjávarútvegi með tilheyrandi atvinnuleysi og hörmungum allt í kring um landið og bara til þess eins að geta sagt að við séum með sjálfbæran sjávarútveg.
Tek það annars skýrt fram, að ég er algjörlega á móti öllum hugmyndum um að taka aflaheimildir af þeim sem hafa þær í dag, til þess eins að afhenda þeim einhverjum öðrum, en það má klárlega laga þetta kerfi töluvert.
Hér í Vestmannaeyjum erum við rosalega heppin. Hér er gríðarlega öflug útgerð og útgerðin er lífæð okkar Eyjamanna. Sem betur fer hafa flestir þeirra sem hætt hafa og selt á undanförnum árum selt innanbæjar, sem er gríðarlega mikilvægt, sérstaklega eftir að það var staðfest að lögin um forkaupsrétt sjávarbyggða á kvótanum, er ekki pappírsins virði og gríðarlega mikilvægt að taka á því.
Í myndinni, Grand seduction, endar þetta allt saman vel. Sama er ekki hægt að segja um því miður allt of mörg þorp á Íslandi sem berjast í bökkum, eftir að kvótinn er seldur í burtu. �?að er hins vegar hægt að breyta þessu og ég tel t.d. að breytingum væri mikið aðuveldara að koma á, ef tillit væri tekið til skoðanna sjómanna á stöðu fiskistofnana. Auknir skattar á stórútgerðina breyta þar engu um. Allt er hægt, ef við bara viljum það nógu mikið. Eða eins og Forest Gump orðaði það á sínum tíma: Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig næsti biti smakkast.
Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar óska ég öllum Eyjamönnum og landsmönnum gleðilegra jóla.
Georg Eiður Arnarsson
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
ludra
8. nóvember 2025
16:00
Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni
Skemmtun
PXL 20251104 095848596
8. nóvember 2025
20:00
Bókakynning í Eldheimum - Óli Gränz
Skemmtun
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.