Mikið fjör var á útskriftarhátíð hjá Víkinni síðastliðinn miðvikudag þar sem 50 börn útskrifuðust úr leikskólanum og halda í skólann í haust. Foreldrafélagið bauð upp á vöfflur og kakó og krakkarnir sungu tvö lög við undirspil Jarls Sigurgeirssonar. Dagurinn þótti vel heppnaður í alla staði og útskriftarnemarnir fóru allir glaðir heim með útskriftarhatta og skjöl um að þessum áfanga væri náð.