Gunnar �?ór Geirsson tók við stöðu yfirlæknis á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum 9. maí s.l. Hann hefur stundað sérnám í heimilislækningum við heilsugæsluna í Efstaleiti í Reykjavík og er að útskrifast sem sérfræðingur um þessar mundir.
Einnig hóf Christina Andersson læknir störf í Eyjum 1. febrúar sl. Hún kemur frá Landspítala þar sem hún hefur starfað á taugalækninga- og skurðdeildum síðustu ár eftir að hún kláraði kandídatsnám. Christina stefnir á sérnám í heimilislækningum samhliða störfum í Vestmannaeyjum.
�?etta kemur fram á HSU.is þar sem báðum er óskað velfarnaðar í starfi og það sé gleðiefni að geta tilkynnt fjölgun fastra lækna í Eyjum.