Guðni Th. forsetaframbjóðandi er mættur til Eyja ásamt konu sinni Elizu Reid. Hann hóf daginn á vinnustaða heimsóknum um eyjuna og kíkti að sjálfsögðu við á skirfstofu Eyjafrétta, þar sem hann gaf ungum aðdáenda eiginhandaráritun og spjallaði um forsetakosningarnar. Guðni boðar til fundar í Sagnheimum á Byggðasafninu kl.17:30 í dag. Á fundinum mun Guðni kynna framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2016 ásamt því að svara spurningum gesta. Allir hjartanlega velkomnir.