,,Hver eru áhugamálin þín“?
24. september, 2019

Í gegnum tíðina hef ég fengið í magann þegar þessi spurning hefur borið á góma því mig langar geggjað mikið að geta sagt ,,Já það er nú af mörgu að taka en ætli crossfit og langhlaup tróni ekki á toppnumSamhliða því hef ég líka all svakalegan áhuga á vatnsdrykkju og að finna upp nýjar uppskriftir af hollum heimilisréttum“ En ég get bara ekki svarað svona því þá væri ég að ljúga og ég er svo vel uppalin að það geri ég ekki.

Lengi vel var ég með samviskubit og barði á sjálfri mér því áhugamálin mín eru ekki svona spennandi, heilbrigð og lúkka vel á samfélagsmiðlum. Ég varð vandræðaleg þegar einhver spurði mig að þessu og reyndi að snúa mig út úr þessu með því að segja ,,Ja það er allavega ekki að prjóna, ég er sko með 10 þumalputta“ og fara svo að hlægja þegar mig langaði í alvöru að snara fram ný prjónuðu heimferðarsetti á barnabarnið mitt, sem nota bene er ekki fætt, ekki orðin hugmynd hjá dætrum mínum og ég veit ekkert hvort ég eignast nokkurn tímann.

En svona af því ég hef aðeins verið í því að vera stundum svolítið tæp á geði og þurft  að leita mér aðstoðar víða vegna þess þá er ég alveg hætt að vera krumpuð ef þessi spurning kemur upp. Það eru nefnilega líka kostir við að vera pínu geðveik, þér fer nefnilega að vera alveg nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um þig og hvaða skoðun aðrir hafa á þér. Það er nefnilega þannig að þegar þú ferð að vinna með hjarta og sálarmeinin þín þá opnast nýr heimur, heimur sem þú varst búin að týna í veikindunum þínum. Heimur þar sem hin sanna ég á heima og að finna mig aftur er eitt það erfiðasta en um leið það skemmtilegasta sem ég hef gert.

Mér líkar sko ekki alltaf við þessa Lóu sem poppaði upp í þessu ferli, læt fara í taugarnar á mér hvað hún er viðkvæm, grátgjörn og tilfinninganæm. Læt það fara óstjórnlega í taugarnar á mér að þessi Lóa á ekki almennileg áhugamál heldur elskar bara að vera heima í sófanum sínum, drekka kók og horfa á Dirty dancing í milljónasta skipti. Þegar ég lýsti þessum hugsunum mínum horfði sálfræðingurinn minn, (lesist konan sem bjargaði lífi mínu), á mig og sagði svo ,,Hver setur regluna um áhugamálin og ákveður hvaða áhugmál eru almennileg og hver ekki? Elsku besta haltu bara áfram að gera það sem lætur þér líða vel og hættu að velta fyrir þér hvað er almennilegt og hvað ekki“ . Ég var mjööööööög lengi að meðtaka það að ég mætti bara vera nákvæmlega eins og ég er og gera nákvæmlega það sem mér finnst gott og gleður mig þó það falli ekki í einhverja flokka……ég hef hvort sem er alltaf verið hræðilega léleg í að passa í einhverja flokka og kassa.

Ég varð líka 40 ára í sumar og ákvað með sjálfri mér að í lífi mínu yrði hér eftir bara fólk sem ég elska, fólk sem lætur mér líða vel og fólk sem elskar mig eins og ég er, allt annað fólk má bara endilega vera einhversstaðar annarsstaðar. Það er nefnilega ótrúlegt frelsi sem felst í því að finna sig aftur, finna hvað maður stendur fyrir og lifa lífi sínu eftir því. En ekki halda að ég sé orðin einhver Gandhi, ónei. Stundum er ég bara ógeðslega óörugg, finnst ég hörmung og er viss um að engum líki við mig, allt sem ég geri sé ömurlegt og ég þurfi virkilega að fá aðstoð við að hætta að vera svona óstjórnlega leiðinleg…….þeim dögum fækkar þó sem betur fer.

Þannig að þegar ég fæ spurninguna núna um hver áhugamálin mín svara ég að þau séu fólkið mitt, tónlist, þættir og kvikmyndir, pizza, kók, góður bjór, spil, flúr, trúnó, hvítvín, að dansa, vera glöð í öxlunum, að hlæja, borða góðan mat, labba með tónlist í eyrunum, Jólin, Þjóðhátíð, bækur bíltúrar (sem reyndar aðrir þurfa að sjá mér fyrir því ég er ekki með bílpróf), að syngja hátt og svo mitt helsta og mesta áhugamál……að tala, ég elska að tala. Nú og svo er ég líka rithöfundur, með eina útgefna barnabók og er í þessum skrifuðu orðum að skrifa skáldsögu.

 Ég veit fátt betra en náttbuxur, kók, gúmmí og FRIENDS og já ég elska að vaka lengi og sofa lengi. Þannig að áhugamálin mín eru mörg og þau eiga það helst sameiginlegt að gleðja mig afskaplega mikið og heila hjarta mitt og sál……..er það ekki tilgangur áhugamála?

 

Til lífs og til gleði smiley

Ykkar Lóa smiley

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst