Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu hefur valið Sigríði Láru Garðarsdóttur, leikmann ÍBV í knattspyrnu í æfingahóp A-landsliðsins sem undirbýr sig af kappi fyrir Algarve mótið í Portúgal en þar mætast allar sterkustu knattspyrnuþjóðir heims. Sísís Lára hefur verið viðloðandi landsliðið og staðið sig mjög vel á æfingum sem varð til þess að Freyr valdi hana.
�?fingarnar fara fram í Reykjavík fimmtudaginn 19. janúar en daginn eftir verður flogið til Akureyrar þar sem hópurinn verður saman í þrjá daga.
ÍBV óskar Sísí Láru innilega til hamingju með þennan árangur.
Af ÍBV-sport.is