Boðið var uppá Bóndadagskaffi á Víkinni þann 20. janúar síðastliðinn á milli klukkan 14-15. Pabbar, afar og bræður voru velkomnir til okkar og létu þeir sig ekki vanta. Bændurnir mættu galvaskir við mikinn fögnuð barnanna og buðum við þeim uppá létta nónhressingu, flott hlaðborð af veitingum. Í boði var glænýtt brauð, kex, skinka, ostur, agúrka, smjör og grænmetissósa. Gátu þeir valið um að fá sér djús, vatn eða mjólk. Bændurnir voru alsælir með veitingarnar og áttu þeir gott spjall við hvern annan og börnin. Sumir hverjir voru plataðir í spil, lestur eða leik með börnunum og allir skemmtu sér konunglega. Gaman var að sjá hversu margir bændur létu sjá sig og gáfu sér góðan tíma í bóndadagshressinguna. Við á Víkinni viljum koma miklu þakklæti til allra þeirra sem sáu sér fært að mæta og gera þennan dag svona gleðilegan með börnunum okkar.
-�?órey Svava, aðstoðarleikskólastjóri á Víkinni