5435 pysjur verið vigtaðar.
Krakkar af Sóla komu með pysjur til vigtunar á Sæheima í gær. Mynd: Facebook/Sæheimar aquarium

Það er heldur farið að hægjast á pysjuævintýrinu í Eyjum enn eru þó pysjur að finnast.

Í heildina er búið að koma 5435 pysjur í Pysjueftirlit Sæheima sem er það lang mesta frá því að mælingar hófust. Það er nóg að gera í Sæheimum þessa dagana þrátt fyrir að pysjunum hafi fækkað voru þær samt 88 sem vigtuðust í gær.

“Við fengum líka skemmtilegar heimsóknir í dag, annarsvegar frá tveimur hópum af leikskólanum Sóla, sem komu með þrjár pysjur í vigtun og hins vegar sjónvarpsstöðinni BBC.” segir á Facebook síðu Sæheima.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.