
Á miðvikudaginn kemur, þann 26. september, bíður Viska uppá fyrirlesturinn „Streita, dulinn skaðvaldur.”
Fyrirlesturinn fjallar um streitu, einkenni og afleiðingar. Einnig verður rætt um hvernig langvarandi streita getur leitt til kulnunar og hversu mikilvægt er að tileinka sér streitustjórnun til að fyrirbyggja að streitan komi niður á heilsu okkar.
„Hugtakið „streita” er á allra vörum, ástandið á atvinnumarkaðinum hefur gert það að verkum að starfsfólk er farið að normalisera streitu og álag, komið í vítahring og áttar sig ekki á fyrr en vandamálið er orðið ansi stórt. Birtingarmyndin af þróun sjúklegrar streitu er ólík eftir því hver einstaklingurinn er og hvaðan hann er að koma, þannig að það er erfitt að setja fingur á vandann og greina hann snemma. Einstaklingar þurfa að bera ábyrgð, þekkja einkennin, átta sig á alvarleika málsins og þekkja til úrræða til að grípa í þegar viðkomandi er að keyra sig í þrot. Fyrirlesturinn felur í sé fræðslu um streitu, áhrif hennar á líf fólks, hvernig hún getur leitt til sjúklegs ástands og hvaða úrræði sé gott að grípa til,” segir Eyjamærin Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, sálfræðingur sem heldur erindið.
Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Visku að Ægisgötu 2 (gamla Fiskiðjan) og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Miðvikudaginn 26. september kl. 17.00.
Fólk er hins vegar beðið að skrá sig til þátttöku hjá Visku í síma 488-0100 eða á bryndis@setur.is.
Leiðbeinandi er Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sálfræðingur
Erindið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Fólk er hins vegar beðið að skrá sig til þátttöku hjá Visku.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.