Bilun kom nýlega upp í flugleiðsögubúnaði einnar þriggja þyrlna Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Þyrlan má því ekki fara í blindflug. Komi upp neyðarástand úti á sjó að nóttu til getur Landhelgisgæslan því ekki brugðist við. Haft er eftir Sigurði Heiðari Wiium, yfirflugstjóra Landhelgisgæslunnar, í Morgunblaðinu í dag, að nauðsynlegt sé að hafa þyrlu sem sé hæf í blindflug til að geta farið í útköll á sjó í myrkri. Þjónusta Landhelgisgæslunnar mótast af því hvaða vélar sé hægt að nota hverju sinni. Þjónustan á landi og sjó sé ekki skert að degi til en hendur Landhelgisgæslunnar séu bundnar eftir að skyggja tekur.
Til stendur að endurnýja þyrluflota Landhelgisgæslunnar á næsta ári. Þangað til það verður gert þarf að viðhalda gömlu vélunum. Verið sé að leita að varahlut í TF-LÍF, en það gangi illa vegna þess hve búnaðurinn er orðinn gamall í þyrlunni. Erfiðara sé að fá varahluti í eldri vélar og leitin geti tekið langan tíma. Sigurður segir að ef þyrlurnar væru nýrri þá væri mun auðveldara að fá varahluti.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.