Það eru um tíu vikur þangað til mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá sem ætla setjast að í Vestmannaeyjum eru væntanlegir. Framkvæmdir eru sem áður í fullum gangi við Ægisgötu og á mánudaginn komu til Vestmannaeyja þeir Gary Neal, Toby Amor og Nick Newman frá fyrirtækinu ATL og vinna þeir nú að því að græja alla tankana sem verða staðsettir á jarðhæðinni í Fiskiðjunni þar sem SEA LIFE mun hefja starfsemi sína.
Talsverð umsvif hafa verið útaf komu mjaldrana og margir sem starfað við uppbyggingu á hvala-, fiska- og náttúrugripasafninu Sea life sem verður opnað í sumar. Bragi Magnússon er staðbundinn verkefnastjóri yfir framkvæmdum hvalasafnsins í Vestmannaeyjum og sagði í samtali við Eyjafréttir að verkefnið gangi vel og allt væri á áætlun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst