Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður ferðir Herjólfs kl. 07:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 10:45 frá Þorlákshöfn í fyrramálið bæði vegna veðurs og sjólags.
Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnarmeðlima í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Hvað varðar siglingar seinnipartinn á morgun, þá verður gefin út tilkynning fyrir 15:00 á morgun, laugardag.
https://eyjar.net/gul-vidvorun-sudvestan-hrid/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst