Saga Landeyjahafnar
30. janúar, 2024
Landeyjahofn_8.11.2010_12-54-22.2010_12-54-22-1.jpg
Landeyjahöfn.

Það eru mikil vonbrigði að ráðherra skyldi ekki komast til Eyja til þess að mæta á fundinn í kvöld, en svona til gamans, hvernig er saga Landeyjahafnar út frá mínu sjónarmiði?

Ég tók þátt í bæjarstjórnarkosningunum vorið 2006 og fékk þá á mig þessa spurningu: Hvort myndir þú vilja göng, Landeyjahöfn eða nýja, hraðskreiðari ferju til Þorlákshafnar?

Fyrsta svarið var auðvelt, göng væru alltaf nr. 1. Annar valkostur var hins vegar flóknari fyrir mig, vegna þess að ég hafði t.d. lesið bækur eins og Öruggt var áralag þar sem fjallað er um langafa minn, Sigga Munda, og þegar útgerð var frá Landeyjasandi, með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgdu.

Ég hafði einnig rætt þetta við afa minn og nafna úr Keflavík, sem var einn af þeim sem keyptu flakið af Surprise sem strandaði í Landeyjasandi árið 1966, ef ég man rétt, og lenti hann í miklum hremmingum við að rífa það.

Einnig hafði ég hlustað eftir því sem góður vinur minn, Gísli Jónasson heitinn, hafði að segja varðandi hreyfingarnar á sandinum. Einnig var það eitt af því fyrsta sem gömlu trillukarlarnir sögðu við mig þegar ég var að byrja í útgerð, passaðu þig á því að lenda ekki uppi í sandi. Þessu til viðbótar, þá stundaði ég netaveiðar á Pétursey VE sumarið 2004 einmitt uppi í sandi og kynntist því vel hversu ofboðslega sjórinn er fljótur að rjúka upp, og þá jafnvel við engan vind.

Niðurstaða mín var því afar einföld: Ferja sem gæti farið á 1,5 tíma til Þorlákshafnar og tekið 1000 farþega og 250 bíla væri klárlega valkostur nr. 2 hjá mér. En eins og við vitum þá varð Landeyjahöfn fyrir valinu, að mörgu leyti skiljanlegt, styttri siglingatími en samt miðað við vegalengd, sambærilegur ferðatími og valkostur nr. 2 hjá mér  miðað við höfuðborgarsvæðið.

Margir vöruðu við þessari leið og þá sérstaklega reyndir sjómenn, en á þá var ekki hlustað.

Í janúar 2007 var haldinn stór fundur uppi í Höll, þar sem Gísli Viggósson og félagar voru að kynna þetta verkefni. Ég ákvað að mæta og láta sannfæra mig um að þetta gæti gengið, en það fór nú ekki betur en svo að fyrsta hugsunin eftir að ég gekk út af þessum fundi var, að menn væru bara hreinlega stór bilaðir. Ástæðan fyrir þessu var, að í kynningunni hjá Gísla Viggóssyni kom fram, að í vondum veðrum yrðum við að reikna með því að ferjan myndi rekast í, í innsiglingunni (þess vegna voru sett rör sitt hvoru megin í innsiglingunni, en þau hurfu eftir fyrsta árið eða svo). Einnig gætum við í verstu veðrum mátt búast við því, að ferjan tæki niður inn og út úr höfninni, en þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem að vissulega hafa gerst að einhverju leyti, en að sjálfsögðu engin gerir á farþegaferju, hvað þá á öðrum skipum.

En til þess að reyna að fá einhver svör fór ég ásamt vini mínum eftir fundinn niður á það sem hét þá Café María og hitti þar einmitt Gísla Viggósson og óskaði eftir því að fá að leggja fyrir hann eina spurningu. Spurningin var svo hljóðandi: Nú er höfnin svo austarlega, hvað með austanáttina? Og svarið: Hafðu engar áhyggjur vinurinn, það kemur eiginlega aldrei austanátt í Eyjum.

Nú veit ég að Gísli þekkti ekki mig eða mína þekkingu, en þegar ég bæti þessu öllu við þá fullyrðingu frá Gísla Viggóssyni um það að höfnin yrði að vera á þessum stað, vegna þess að þarna væri skjól í suðvestan áttinni, þá var niðurstaðan hjá mér alveg skýr, þetta getur aldrei gengið og hefur ekki gengið í bráðum 14 ár.

Mér er líka minnisstætt í lok ágúst 2010 þegar þáverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum skrifaði grein í Eyjafréttir með þessum orðum: Stoltur af því að við í bæjarstjórninni stóðum af okkur allar úrtölu raddirnar. Daginn eftir lokaðist höfnin í fyrsta skipti og vandræðagangurinn hófst.

Fyrr um sumarið 2010 er mér kunnugt um að það kom fyrirspurn frá Þorlákshöfn um hvað ætti að gera við aðstöðu Herjólfs þar, og svar frá Eyjum að það væri óhætt að rífa þetta, við ætlum ekkert að sigla þangað oftar.

Ég sé stundum á fésbókinni að sumir eru á þeirri skoðun að kannski hefði verið best, ef aðstaðan í Þorlákshöfn hefði verið rifin, en ég stór efast um að það hefði nokkuð lagað Landeyjahöfn og eins og núverandi bæjarstjóri í Þorlákshöfn skrifaði í grein fyrir nokkrum árum síðan: Þorlákshöfn mun áfram vera varahöfn fyrir Vestamannaeyinga um ókomin ár.

En svona er jú staðan bara í dag. En hvað á að gera?

Uppástungurnar eru fyrir löngu síðan orðnar óteljandi. Margs konar útfærslur á lengri görðum eða varnargörðum sem að öllum líkindum eiga allar það sameiginlegt, eftir því sem ég hef heyrt frá einstaka starfsmönnum Vegagerðarinnar, muni að öllum líkindum bara stækka vandamálið.

Einnig hefur verið nefnd sú hugmynd að veita Markarfljótinu í gegnum höfnina, sem ég tel ekki sniðugt vegna leirburðar og straums, en sjálfur hef ég frá upphafi verið á þeirri skoðun, að einfaldast væri að setja upp ca. 4 sjódælur inni í höfninni og láta þær dæla út úr höfninni, til þess að koma í veg fyrir að sandur gangi inn í höfnina og auka þá líkurnar á því að auðveldara sé að opna hana, en að sjálfsögðu yrði að vera hægt að slökkva á þessum dælum (ég bar þessa hugmynd upp á stórum fundi í ráðhúsi Vestmannaeyja í október 2015, en henni var hafnað af þáverandi starfsmanni Vestmannaeyjabæjar á þeim forsendum að þetta væri allt of dýrt). En er það svo? Nýjasta nýtt var þessi sanddælubúnaður sem átti að vera tengdur við krana, sem átti að vera staðsettur uppi á garðinum, en þannig að hann væri færanlegur, en hætt var við þetta eftir því sem mér var sagt, vegna þess að kraninn sem átti að kaupa átti, þegar betur var að gáð átti ekki að þola nema 15 metra vindstyrk, en spurning hvort ekki væri hægt að fá öflugri krana í verkið?

Staðan í dag er því, eins og áður hefur komið fram, að mestu óbreytt frá því haustið 2010. Reyndar hefur aðeins hrunið úr báðum görðunum, en hvað sem verður þá vonar maður samt svo sannarlega að ráðherra eða vegamálastjóri komi með einhverjar lausnir, eða a.m.k. einhverjar hugmyndir að lausnum, svona þegar að fundur verður haldinn. Ef ekki, þá er að mínu mati krafan einfaldlega sú, að strax verði hafist handa við að klára rannsóknir varðandi hugsanleg göng.

Viðbót

Ég hlaut að gleyma einhverju og þess vegna kemur hérna smá í viðbót.

Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2014 boðaði Árni Johnsen heitinn, fyrrverandi Alþingismaður til opins fundar með frambjóðendum niðri í Café Kró, til þess að hvetja okkur, sem voru þarna í framboði, að einbeita okkur í gangna hugmyndinni vegna þess, að hann hefði verið á fundi hjá Vegagerðinni nokkrum dögum áður, þar sem starfsmenn Vegagerðarinnar hefðu tilkynnt honum að þeir teldu að Landeyjahöfn gæti aldrei orðið heilsárshöfn.

Svolítið sérstakt þegar haft er í huga, þá minnir mig að núverandi bæjarstjóri Vestmannaeyja hafi einmitt sent fyrirspurn á Vegamálastjóra á síðasta kjörtímabili með einmitt þessari spurningu, um það hvort að það væri hugsanlega að Landeyjahöfn yrði aldrei heilsárshöfn, en mig minnir að svörin hafi verið á þá leið að stefnt væri á að Landeyjahöfn, en verkið væri í þróun.

Ég hef stundum verið spurður út í það, vegna greinaskrifa minna, hvar ég hefði sett höfnina ef ég hefði haft eitthvað um málið að segja á sínum tíma. Nú þekkjum við Eyjamenn það ansi vel að sigla til Eyja í austan brælu, en þá er oftast farið með fjörunni nánast alla leið, en svo er beygt yfir Álinn og Flúðirnar til móts við Eyjar, en einmitt þar, svona ca. í beinni uppi á landi tekið frá Smáeyjum, þar er alltaf logn í austan áttum. Ég hefði síðan haft vestari garðinn aðeins lengri, svipað og í Þorlákshöfn, þannig að bein lína út frá innsiglingunni hefði verið beint á Faxa.

Að mínu mati hefði þessi útfærsla á höfninni verið betri, en að sjálfsögðu hefði þurft að setja einhvers konar sandfangara suðaustur af þessari höfn, en þessi hugmynd er, eins og svo margar aðrar, án ábyrgðar.

Mig langar að benda á mjög góða grein frá vini Guðlaugi Ólafssyni, fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi, en hún er reyndar bara á fésbókinni, en ma kemur þar fram reynsla Gulla að fara sem lóðs með Belgunum á Galiley, en þrátt fyrir miklu öflugra grafskip heldur en Álfsnesið, þá gátu þeir bara samt unnið í 1,5 metra öldu eða minni.

Vonandi kemur ráðherra eða forstjóri Vegagerðarinnar með eitthvað nýtt til málanna.

 

Georg Eiður Arnarson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.