Sjö umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Styrmir Sigurðarson hefur gegnt starfinu síðan árið 2015 en hann lætur nú af störfum.
Umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Ráðið verður í starfið til fimm ára.
Umsækjendur um starfið eru eftirtaldir:
Nafn Starfsheiti
Arnar Páll Gíslason Sjúkraflutningamaður
Hermann Marinó Maggýjarson Varðstjóri sjúkraflutninga, Bráðatæknir
Jóhann Leplat Ágústsson Sölumaður
Ólafur Sigurþórsson Sjúkra- og slökkviliðsmaður
Sigurður Bjarni Rafnsson Sjúkra- og slökkviliðsmaður
Stefán Pétursson Sjúkraflutningamaður
Þorbjörn Guðrúnarson Framkvæmdastjóri
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst