Gjaldskrá sorpförgunar hefur verið talsvert í umræðunni undanfarnar vikur. Ný gjaldskrá var tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í liðinni viku.
Undirbúa hefði þurft breytingar á gjaldtöku vegna sorpmála talsvert betur. Nokkurar upplýsingaóreiðu hefur gætt vegna málsins og gjaldskrá ekki tilbúin þegar gjaldtaka átti að hefjast, sem gefur til kynna að yfirfara hefði þurft málið betur og kynna fyrir íbúum svo málið hefði farið betur af stað. Gott er að sjá að búið er að ákveða kynningarfund fyrir íbúa vegna málsins, segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið.
Gjaldskráin fyrir meðhöndlun úrgangs var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
https://eyjar.net/fundad-um-nyja-gjaldskra/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst